George W. Bush: „Ég tárast“

George W. Bush.
George W. Bush. AP

Geor­ge W. Bush Banda­ríkja­for­seti seg­ist reyna að láta lítið á því bera, en á stund­um felli hann tár. „Ég reyni að leyna ótta mín­um,“ sagði hann við ævi­sögu­rit­ara sinn, og kvaðst eft­ir mætti sýna styrk á op­in­ber­um vett­vangi, einkum nú á stríðstím­um. Engu að síður komi það fyr­ir að hann tárist.

„Ég geri mér fylli­lega grein fyr­ir því, að óvin­ur­inn fylg­ist með mér, Írak­ar fylgj­ast með mér, her­menn­irn­ir fylgj­ast með mér og al­menn­ing­ur fylg­ist með mér,“ sagði Bush við blaðamann­inn Robert Dra­per, sem ritaði bók­ina „Dead Certain: The Presi­dency of Geor­ge W. Bush,“ en hún kom út í gær.

„Ég græt á öxl Guðs,“ sagði Bush. „Og ég græt mikið. Í þessu starfi fer ég oft að gráta. Ég er viss um að sem for­seti hef ég fellt ótelj­andi tár. Ég mun fella tár á morg­un.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Það er engin ástæða til sjálfsvorkunnar, þótt þú þurfir að leggja þitt af mörkunum heima fyrir. Einhverjir spá í endingu ástarsambands sem þeir eiga í.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Það er engin ástæða til sjálfsvorkunnar, þótt þú þurfir að leggja þitt af mörkunum heima fyrir. Einhverjir spá í endingu ástarsambands sem þeir eiga í.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir