George W. Bush: „Ég tárast“

George W. Bush.
George W. Bush. AP

George W. Bush Bandaríkjaforseti segist reyna að láta lítið á því bera, en á stundum felli hann tár. „Ég reyni að leyna ótta mínum,“ sagði hann við ævisöguritara sinn, og kvaðst eftir mætti sýna styrk á opinberum vettvangi, einkum nú á stríðstímum. Engu að síður komi það fyrir að hann tárist.

„Ég geri mér fyllilega grein fyrir því, að óvinurinn fylgist með mér, Írakar fylgjast með mér, hermennirnir fylgjast með mér og almenningur fylgist með mér,“ sagði Bush við blaðamanninn Robert Draper, sem ritaði bókina „Dead Certain: The Presidency of George W. Bush,“ en hún kom út í gær.

„Ég græt á öxl Guðs,“ sagði Bush. „Og ég græt mikið. Í þessu starfi fer ég oft að gráta. Ég er viss um að sem forseti hef ég fellt óteljandi tár. Ég mun fella tár á morgun.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar