Heilsu Pavarottis hrakar

Luciano Pavarotti.
Luciano Pavarotti. Reuters

Heilsu ítalska óperusöngvarans Lucianos Pavarottis hefur hrakað síðustu daga en hann gekkst undir aðgerð vegna krabbameins í brisi í júlí á síðasta ári og var fluttur á sjúkrahús að nýju í ágúst. Ítalska fréttastofan AGI sagði að söngvarinn lægi á milli heims og helju á heimili sínu og þar sem læknar frá Modena sjúkrahúsinu í Róm annast hann.

Pavarotti gekkst undir tveggja vikna geislameðferð á sjúkrahúsinu í ágúst en hann fékk að fara heim 25. ágúst.

Pavarotti er 71 árs. Hann gekkst undir aðgerð í New York á síðasta ári en hann hafði þá verið að undirbúa tónleikaferð, sem átti að vera hans síðasta. Hann hefur ekki komið fram opinberlega síðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir