Heilsu Pavarottis hrakar

Luciano Pavarotti.
Luciano Pavarotti. Reuters

Heilsu ítalska óperusöngvarans Lucianos Pavarottis hefur hrakað síðustu daga en hann gekkst undir aðgerð vegna krabbameins í brisi í júlí á síðasta ári og var fluttur á sjúkrahús að nýju í ágúst. Ítalska fréttastofan AGI sagði að söngvarinn lægi á milli heims og helju á heimili sínu og þar sem læknar frá Modena sjúkrahúsinu í Róm annast hann.

Pavarotti gekkst undir tveggja vikna geislameðferð á sjúkrahúsinu í ágúst en hann fékk að fara heim 25. ágúst.

Pavarotti er 71 árs. Hann gekkst undir aðgerð í New York á síðasta ári en hann hafði þá verið að undirbúa tónleikaferð, sem átti að vera hans síðasta. Hann hefur ekki komið fram opinberlega síðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar