Maggi Kjartans ríður á vaðið

Magnús Kjartansson, tónlistarmaður.
Magnús Kjartansson, tónlistarmaður. mbl.is/Golli
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is

„Hvert kvöld skartar einu landskunnu söngvaskáldi sem opnar kvöldið, en svo taka aðrir við. Við höfum fengið til liðs við okkur fullt af góðum söngvaskáldum," segir Jakob, en á meðal þeirra sem koma munu fram í vetur eru Ragnheiður Gröndal, Bubbi Morthens, Magnús Þór Sigmundsson og Dr. Gunni.

„Sá sem ríður á vaðið er hins vegar á meðal afkastameiri söngvaskálda okkar tíma; óðmaðurinn, júdasinn og trúbrjóturinn Magnús Kjartansson. Það er sjaldgæft að hann gefi kost á svona löguðu en með sameinuðu átaki tókst að eggja hann til dáða og hann ætlar að viðra nýtt efni í bland við eldra," segir Jakob, en þess má geta að fyrsta lag hvers kvölds verður sýnt í beinni útsendingu í Kastljósi Sjónvarpsins.

„Þegar söngvaskáld hafa tæmt úr skjóðum sínum koma svo snarstefjunar- og spunameistarar með horn sín og rafgíur og þá þróast þetta yfir í "jam-session"-spuna," segir Jakob, en auk Magnúsar munu þau Magga Stína, Fabúla og Valgeir Skagfjörð koma fram í kvöld. Klukkan 22 verður svo skipt um gír því þá mun Djassklúbburinn Múlinn taka við með léttri sveiflu. "Þessi tónlistarstaður í miðborginni er nefnilega að taka á sig mynd sem sumir myndu lýsa sem mjög „erlendis"," segir Jakob um Domo.

Það er Félag tónskálda og textahöfunda í samstarfi við Félag íslenskra hljómlistarmanna sem stendur fyrir söngvaskáldakvöldunum. „En svo hefur tónsprotafyrirtækið Tónvís fallist á að vera okkur til halds og trausts, en það er nýsköpunarfyrirtæki FL Group í tónlistar- og vitundariðnaði," segir Jakob að lokum.

Þeir sem vilja taka þátt í söngvaskáldakvöldum í vetur geta sent póst og skráð sig á ftt@ftt.is.

Söngvaskáldakvöldið hefst kl. 20 í kvöld og aðgangur er ókeypis á meðan húsrúm leyfir.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir