París ætlar að næla í mann með „æðislegu lasagna“

París Hilton á Mallorca á laugardaginn.
París Hilton á Mallorca á laugardaginn. AP

París Hilton ætlar að næla sér í mann með því að egna fyrir hann með „æðislegu lasagna“ sem hún býr til sjálf. París hefur látið þau boð út ganga að hún sé reiðubúin að giftast og stofna fjölskyldu, og í ljósi þess að leiðin að hjarta karlmanns liggur í gegnum magann vonast hún til að geta beitt matreiðsluhæfileikum sínum með góðum árangri.

París segir í viðtali við tímaritið Elle segir París, sem er 26 ára: „Ég kann að búa til æðislegt lasagna. Mig langar í fjölskyldu og mann.“ Hún segir að einungis komi til greina menn með góða kímnigáfu, en útlitið skipti engu máli.

„Ég var afskaplega upptekin af útliti, en nú er ég vaxin upp úr því. Hann þarf að vera góð manneskja, og ég þarf að geta verið viss um að hann verði góður eiginmaður, trúr og skemmtilegur og klár. Og ég þarf að geta treyst honum ... ég kann vel við menn sem koma mér til að hlægja.“

París hefur aftur á móti áhyggjur af því að fjölmiðlaímynd sín virki fráhrindandi á karlmenn, og hún segist í rauninni ekki vera vitund lík þeirri mynd sem dregin hafi verið upp.

„Það gerir mig bálreiða að ég, svona góð manneskja, skuli sæta þessari meðferð hjá sumu fólki. Ég skil þetta hreinlega ekki.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir