París ætlar að næla í mann með „æðislegu lasagna“

París Hilton á Mallorca á laugardaginn.
París Hilton á Mallorca á laugardaginn. AP

Par­ís Hilt­on ætl­ar að næla sér í mann með því að egna fyr­ir hann með „æðis­legu lasagna“ sem hún býr til sjálf. Par­ís hef­ur látið þau boð út ganga að hún sé reiðubú­in að gift­ast og stofna fjöl­skyldu, og í ljósi þess að leiðin að hjarta karl­manns ligg­ur í gegn­um mag­ann von­ast hún til að geta beitt mat­reiðslu­hæfi­leik­um sín­um með góðum ár­angri.

Par­ís seg­ir í viðtali við tíma­ritið Elle seg­ir Par­ís, sem er 26 ára: „Ég kann að búa til æðis­legt lasagna. Mig lang­ar í fjöl­skyldu og mann.“ Hún seg­ir að ein­ung­is komi til greina menn með góða kímni­gáfu, en út­litið skipti engu máli.

„Ég var af­skap­lega upp­tek­in af út­liti, en nú er ég vax­in upp úr því. Hann þarf að vera góð mann­eskja, og ég þarf að geta verið viss um að hann verði góður eig­inmaður, trúr og skemmti­leg­ur og klár. Og ég þarf að geta treyst hon­um ... ég kann vel við menn sem koma mér til að hlægja.“

Par­ís hef­ur aft­ur á móti áhyggj­ur af því að fjöl­miðlaí­mynd sín virki frá­hrind­andi á karl­menn, og hún seg­ist í raun­inni ekki vera vit­und lík þeirri mynd sem dreg­in hafi verið upp.

„Það ger­ir mig bál­reiða að ég, svona góð mann­eskja, skuli sæta þess­ari meðferð hjá sumu fólki. Ég skil þetta hrein­lega ekki.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Það eru mörg tilboðin sem streyma að okkur úr öllum áttum og það þarf sterk bein til þess að láta flest þeirra lönd og leið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Það eru mörg tilboðin sem streyma að okkur úr öllum áttum og það þarf sterk bein til þess að láta flest þeirra lönd og leið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka