Júdas var afhjúpaður í Portúgal

Jón Gnarr í hlutverki sínu.
Jón Gnarr í hlutverki sínu.

Að sögn Jóns Gnarr, sem er hugmyndasmiður umdeildrar sjónvarpsauglýsingar Símans, var farið alla leið til Portúgals til að taka auglýsinguna upp, enda erfitt að finna biblíulega staði á Íslandi.

„Atriðið með seinustu kvöldmáltíðinni var tekið upp í gamalli kapellu skammt fyrir utan Lissabon og skotið með Júdasi undir brúnni er tekið fyrir utan kastala þar rétt hjá," segir Jón.

Jón er einn þriggja íslenskra leikara í auglýsingunni, hann fer með hlutverk Júdasar, en með hlutverk Krists fer Björn Hlynur Haraldsson, auk þess sem Þorsteinn Bachmann leikur lítið hlutverk. Hinir leikararnir eru allir portúgalskir.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir