Luciano Pavarotti látinn

Luciano Pavarotti.
Luciano Pavarotti. Reuters

Ítalski tenórsöngvarinn Luciano Pavarotti er látinn. Pavarotti sem var sjötíu og eins árs lést á heimili sínu í Modena af völdum krabbameins í briskirtli. Hann hafði verið lagður inn á sjúkrahús þann 8. ágúst síðastliðinn en útskrifaður tveimur vikum síðar. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Pavarotti söng síðast opinberlega í upphafi síðasta árs er hann kom fram á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna í Tórínó á Ítalíu. Hann gekkst síðan undir uppskurð vegna krabbameins í júlí á síðasta ári og hefur ekki sungið opinberlega síðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar