Töfrum líkast

Hið íslenska töframannagildi (HÍT) var stofnað fyrr á þessu ári en félaginu er ætlað að vera vettvangur áhugafólks um töfra og töfrabrögð. Markmið félagsmanna, sem eru 12 talsins, eru háleit, en þeir vilja auka áhuga fólks á töfralistinni og bæta færni félagsmanna í hinum ýmsu töfrabrögðum. En það getur ekki hver sem er gengið í félagið.

HÍT er hringur innan IBM, International Brotherhood of Magicians, sem eru ein virtustu samtök töframanna um allan heim. Íslenski hringurinn er númer 371 og eru stofnfélagar hans 12 talsins, sem fyrr segir.

Fundir eru haldnir einu sinni í mánuði og þar er farið yfir sviðið um allt sem tengist töfralistinni. Einnig er mikið um að félagsmenn sýni töfrabrögð og alls kyns brellur á fundum.

Á hverju ári er gert ráð fyrir að fá erlendan fyrirlesara, sem gæti einnig haldið sýningu fyrir almenning. Í lok október nk. stendur til að fá hinn heimsfræga töframann, David Jones frá Bretlandi, til að halda fyrirlestur um töfrabrögð fyrir félagsmenn, auk þess sem hann mun halda töfrasýningu fyrir almenning.

Vefsíða félagsins er www.toframenn.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir