Clooney frumsýndi nýju kærustuna

George Clooney.
George Clooney. AP

George Clooney frumsýndi nýju kærustuna sína á kvikmyndahátíðum í Frakklandi og Ítalíu í vikunni. Hún er 28 ára barþjónn og heitir Sarah Larson. Clooney kynntist henni er hún vann á næturklúbbi í Las Vegas í júní. Síðan hafa þau verið óaðskiljanleg.

Larson flaug til Frakklands til að vera með Clooney á kvikmyndahátíðinni í Deauville í byrjun september. Í samkvæmi að lokinni frumsýningu á nýjustu mynd Clooneys, „Michael Clayton,“ bar hún skartgripi að verðmæti þriggja milljóna dala, sem fengnir höfðu verið að láni frá Bulgari.

En þegar listamaður sem hitti Clooney á hóteli hans bauðst til að mála af þeim brúðkaupsmynd svaraði Clooney að bragði: „Ekki tala um brúðkaup svo ég heyri til. Engin brúðkaup!“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir