Jodie Foster segir móður Lindsay Lohan bera sökina

Jodie Foster.
Jodie Foster. AP

Jodie Foster segir að Dina Lohan, móðir leikkonunnar Lindsay Lohan, eigi sök á því hvernig komið sé fyrir Lindsay. Dina hafi ekki staðið sig vel í foreldrahlutverkinu.

„Má ég spyrja: Hvar er móðir hennar? Í alvöru talað, hvar er móðir hennar?“ sagði Foster í viðtali við tímaritið Gotham þegar talið barst að Lindsay.

Foster segist fegin því að vera ekki barnastjarna í Hollywood nú á dögum. „Þegar ég var á þeirra aldri voru engar 18 ára stórstjörnur. Nú viljum við að þau byrji 17 ára svo að við getum kreist út úr þeim sem allra mest og grætt eins mikið á þeim og mögulegt er - og svo er leikferlinum hjá þeim lokið á tveim, þrem árum,“ sagði hún.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Dina Lohan er gagnrýnd fyrir að hafa brugðist í uppeldishlutverkinu. Í síðasta mánuði fullyrti faðir Lindsay, Michael Lohan, að Dina hefði neytt kókaíns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir