Sir Paul McCartney hermir eftir Shrek til að skemmta þriggja ára dóttur sinni, Beatrice. Sir Paul segir stelpuna afskaplega hrifna af Shrek-myndunum og verði mjög kát þegar pabbi hennar hermi eftir græna „skoska“ skrímslinu.
Sir Paul segist sjálfur hafa mjög gaman að teiknimyndunum um Shrek, og hann geti hermt ágætlega eftir honum. „Ég reyni þá að ná skoska hreimnum sem best,“ segir hann.