Radcliffe óttaðist holdris

Radcliffe og Palmer á frumsýningu December Boys í Los Angeles …
Radcliffe og Palmer á frumsýningu December Boys í Los Angeles í gær. AP

Daniel Radcliffe, sem er þekktastur fyrir að leika Harry Potter, óttaðist að sér myndi rísa hold við tökur á fyrstu kynlífssenunni sem hann hefur leikið í. Mótleikkona hans í atriðinu var Teresa Palmer, en það er í myndinni „December Boys.“ Radcliffe viðurkennir að hafa verið afskaplega skotinn í Palmer.

Í viðtali við The Guardan segir Radcliffe: „Teresa er falleg, og ég hafði dálitlar áhyggjur af, þú veist, ákveðnum hlutum. En að kyssa fyrir framan myndavél er bara hreint ekkert æsandi, alveg sama hversu skotinn maður er.“

Myndin fjallar um fjóra munaðarlausa drengi sem vilja verða ættleiddir af sömu fjölskyldunni.

Radcliffe segist ánægður með umrætt kynlífsatriði, það hafi verið klaufalegt og að því leyti minnt sig á sína fyrstu kynlífsreynslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar