Chris Cornell með tónleika í Laugardalshöllinni

Chris Cornell sést hér þenja raddböndin af alkunnri snilld í …
Chris Cornell sést hér þenja raddböndin af alkunnri snilld í Laugardalshöllinni í kvöld. mbl.is/Eggert

Rokksöngvarinn Chris Cornell hélt tónleika í Laugardalshöllinni í kvöld en nýverið kom út nýr hljómdiskur með honum, Carry On, og það annar sólódiskur hans en hann er búinn að einbeita sér að hljómsveitinni Audioslave síðustu árin.

Hann er nú á ferð um heiminn að kynna Carry On, sem kom út fyrr í sumar. Þetta er önnur sólóskífa Cornells, sú fyrri var Euphoria Morning sem kom út fyrir níu árum, en hann hefur líka gert garðinn frægan með Soundgarden, söng með þeirri sveit á árunum 1984 til 1997, Temple of the Dog, sem gerði eina plötu 1991, og Audioslave, sem skipuð var fyrrverandi meðlimum Rage Against the Machine og Cornell, en með þeirri sveit söng hann frá 2001 fram á þetta ár að hann gekk úr sveitinni.

Eru þetta fyrstu tónleikar hans hér á landi en í viðtali við Árna Matthíasson í ágúst kom fram að hann hafi sóst eftir því að fá að spila hér. „Ég óskaði sérstaklega eftir því, bað umboðsmann minn um að koma því í kring að ég kæmist til Íslands að spila, enda hefur mig langað til þess í mörg ár," sagði Cornell í viðtali við Árna Matthíasson í lok ágúst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar