Foxy Brown dæmd í árs fangelsi

Foxy Brown færi ekki fleiri tækifæri til þess að bæta …
Foxy Brown færi ekki fleiri tækifæri til þess að bæta hegðun sína. Hún mun dvelja næsta árið á bak við lás og slá. AP

Bandaríski rapparinn Foxy Brown hefur verið dæmd í ársfangelsi í New York fyrir að brjóta gegn skilorði. „Ég mun ekki gefa þér fleiri tækifæri,“ sagði dómarinn við rapparann sem setið hefur á bak við lás og slá síðan í ágúst.

Brown, sem heitir réttu nafni Inga Marchand, var handtekin þann 14. ágúst fyrir að brjóta skilorð, en hún var sökuð um að hafa ráðist á nágranna sinn.

Hún hlaut skilorðsbundin dóm í október sl. fyrir að hafa ráðist á tvo starfsmenn snyrtistofu í ágúst árið 2004.

Áður en dómurinn var kveðinn upp bað Marchand dómarann um að gefa henni annað tækifæri, en hún lofaði að bæta hegðun sína í framtíðinni. „Ég er reiðubúin að gera hvað sem er til þess að breytast,“ sagði hún.

Dómarinn komst að því að Marchand hafi ferðast út fyrir New York án þess að fá leyfi frá dómara. Þá hafði hún einnig flutt heimili sitt frá New York til New Jersey í leyfisleysi.

Þá kom jafnframt í ljós að hún hefði ekki farið í tíma í reiðistjórnun sem henni hafði verið skipað að fara í á meðan hún væri á skilorði.

Marchand er sökuð um að slá nágranna sinn með farsíma í kjölfar rifrildis, en nágrannanum þótti Marchand spila tónlist of hátt í bifreið sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir