Japani fimastur með luftgítar

Ochi Yosuke leikur listir sínar með luftgítarinn.
Ochi Yosuke leikur listir sínar með luftgítarinn. AP

Jap­an­inn Ochi „Dain­oji" Yosu­ke reynd­ist vera fim­ast­ur með luft­gít­ar­inn á heims­meist­ara­mót­inu í þess­ari list, sem fór fram í Oulu við heim­skauts­baug í Finn­landi í vik­unni. Í verðlaun fékk Ochi sér­smíðaðan al­vöru gít­ar af gerðinni Flying Finn, sem verðlagður er á rúm­ar 200 þúsund ís­lensk­ar krón­ur.

Að sögn AP frétta­stof­unn­ar voru kepp­end­ur mis­flink­ir með luft­gít­ar­inn. Sá sem kom mest á óvart í keppn­inni var Hilkka „Gore Kitty" Su­vanto, sem býr í Oulu. Hann hef­ur tví­veg­is áður tekið þátt í keppn­inni og varð lang­neðstur í bæði skipt­in. Nú fékk hann hins veg­ar fullt hús stiga frá nokkr­um dóm­ur­inn og flaug í úr­slit­in.

Ochi stóð sig þó best í úr­slit­un­um, sem fóru fram í rokk­klúbbn­um Te­atria í gær­kvöldi. Helstu keppi­naut­ar hans voru Frakk­inn Guillaume „Moche Pitt" de Tonqu­edec og Aust­ur­rík­is­maður­inn Max „Herr Jaqu­el­in" Hell­er.

Einn þeirra, sem þótti sig­ur­strang­leg­ur fyr­ir­fram var Banda­ríkjamaður­inn Andrew „William Oce­an" Litz. Hann kann ekki að spila á gít­ar en lýk­ur jafn­an atriði sínu með mik­il­feng­legu helj­ar­stökki aft­ur á bak og lend­ir á bjórdollu. Hann náði þó aðeins 11. sæti.

Vefsíða luft­gít­ar­keppn­inn­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Vinir og alls kyns félagsskapur skiptir þig miklu um þessar mundir. Hins vegar ættirðu að segja sem minnst fyrr en þú veist fyrir víst hvað þú vilt segja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Vinir og alls kyns félagsskapur skiptir þig miklu um þessar mundir. Hins vegar ættirðu að segja sem minnst fyrr en þú veist fyrir víst hvað þú vilt segja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell