Klappað þar til ljósin voru kveikt

Guðný Halldórsdóttir leikstjóri ræddi eftir frumsýninguna við leikstjórann Hilmar Oddsson …
Guðný Halldórsdóttir leikstjóri ræddi eftir frumsýninguna við leikstjórann Hilmar Oddsson og dóttur hans Heru, sem leikur Dísu í myndinni. mbl.is/Golli

Veðramót er ein besta mynd íslenskrar kvikmyndasögu miðað við dóm Sæbjarnar Valdimarssonar í Morgunblaðinu í dag. Áhorfendur á frumsýningunni í Háskólabíói virtust á sama máli en þeir klöppuðu allan þann tíma sem kreditlistinn rann upp tjaldið í lok myndarinnar.

Sæbjörn segir, að Veðramót sé ánægjuleg upplifun því vel sé farið með viðkvæmt efnið, gætt hófsemi og smekkvísi sem geri myndina að heilsteyptu verki og frábærri afþreyingu sem hitti áhorfandann í hjartastað.

„Hún raðar sér umsvifalaust í þröngan hóp bestu mynda okkar stuttu kvikmyndasögu. Tæknivinna er góð og tónlistin, bæði frumsamin og gamla hippamúsíkin sem svífur yfir vötnunum, á ríkan þátt í að skapa rétta andrúmið. Kvikmyndatakan er framúrskarandi, hrikaleg fegurð eyðibyggðarinnar undir Jökli er gerð að vel viðeigandi ramma utan um magnþrungið efnið. Leikurinn er enn ein rósin í hnappagat Veðramóta, nánast hvergi veikan punkt að finna," segir m.a. í umsögn Sæbjörns.

Nánar er fjallað um myndina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar