Þúsundir syrgja Pavarotti í Modena

Vinir og ættingjar óperusöngvarans Luciano Pavarotti eru samankomnir við útför hans sem fer fram í dómkirkjunni í Modena á Norður-Ítalíu, sem er heimabær söngvarans.

Þúsundir eru viðstaddir útförina, en þeirra á meðal má nefna Bono, sem er söngvari írsku rokksveitarinnar U2, og óperusöngvarana Placido Domingo og Jose Carreras.

Athöfnin náði hámarki þegar leikin var upptaka með Pavarotti þar sem hann söng Nessun Dorma og ítalski flugherinn flaug yfir kirkjuna.

Pavarotti lést sl. fimmtudag eftir að hafa háð langa baráttu við krabbamein. Hann var 71s árs að aldri.

Hann verður jarðsettur við einkaathöfn í kirkjugarði þar sem ættingjar hans hafa verið bornir til hinstu hvílu. Þeirra á meðal eru foreldrar hans og sonur hans sem fæddist andvana.

Þúsundir eru samankomnir við dómkirkjuna í Modena á N-Ítalíu.
Þúsundir eru samankomnir við dómkirkjuna í Modena á N-Ítalíu. AP
Írski rokkarinn Bono og eiginkona hans eru á meðal kirkjugesta.
Írski rokkarinn Bono og eiginkona hans eru á meðal kirkjugesta. AP
Ítalski flugherinn flaug yfir dómkirkjuna í Modena í virðingarskyni við …
Ítalski flugherinn flaug yfir dómkirkjuna í Modena í virðingarskyni við Pavarotti og fjölskyldu hans. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka