Útlitskröfur íslenskra stjórnmálakvenna ekki miklar

Elín Reynisdóttir.
Elín Reynisdóttir. mbl.is/Kristinn
Halldóra Þorsteinsdóttir - halldora@bladid.net

Norski fjármálaráðherrann, Kristin Halvorsen, komst í fréttirnar í gær vegna fyrirhugaðs viðtals á sjónvarpsstöðinni TV2. Viðtalinu ku hafa verið frestað og gerði sjónvarpsstöðin því skóna að ástæðan hefði verið sú að ráðherrann hefði harðneitað að koma fram eftir einvörðungu tíu mínútur í förðunarstólnum með tveimur snyrtifræðingum. Hún hafi viljað sitja í tuttugu mínútur til hálftíma.

„Þetta tekur alls ekki svona langan tíma. Yfirleitt erum við um korter að farða konurnar og þá er það oft bæði hár og förðun. Svo taka karlarnir um þrjár mínútur, enda er það bara létt púður yfir andlitið og kannski hársprey," segir förðunarmeistarinn Elín Reynisdóttir.

Siv Friðleifsdóttir, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, er á sama máli og Elín og bendir á að málefnaleg umræða í sjónvarpinu sé það sem máli skipti.

Ég held að flestar íslenskar stjórnmálakonur setji förðunina ekki mikið fyrir sig."

Nánar er fjallað um þetta í Blaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir