Britney Spears vakti litla lukku á MTV-verðlaununum

00:00
00:00

Söng­kon­an Brit­ney Spe­ars kom fram á MTV verðlauna­há­tiðinni sem fram fór í Palm Springs í Banda­ríkj­un­um í gær­kvöldi. Atriðið var kynnt sem hin langþráða end­ur­koma söng­kon­unn­ar en fjöl­miðlar segja það hafa verið held­ur dauf­legt og að rödd Spe­ars hafi aug­ljós­lega verið leik­in af seg­ul­bandi.

Á frétta­vef BBC seg­ir að söng­kon­an sem fá­klædd flutti lagið Gimme More hafi ,,hreyft sig hægt um sviðið meðan hún þótt­ist syngja”. Þetta var í fyrsta sinn í um þrjú ár sem hún kom fram á stór­um viðburði, en hún lagði hljóðnem­ann tíma­bundið á hill­una þegar hún gift­ist dans­ar­an­um Kevin Federl­ine.

Brit­ney var ekki til­nefnd til verðlauna en fyrr­um unnu­sto henn­ar Just­in Timberla­ke var verðlaunaður sem besti karl­tón­list­armaður­inn. Söng­kon­an Fergie fékk verðlaun sem besti kven­tón­list­armaður­inn og söng­kon­an Ri­hanna fékk verðlaun fyr­ir besta lagið, smell­inn Umbrella. Dív­urn­ar Beyonce og Shakira fengu svo verðlaun fyr­ir besta sam­starfið.

Hljóm­sveit­in Gym Class Heroes fékk verðlaun sem besta nýja atriðið en Fall Out Boy var val­in besta hljóm­sveit­in.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Ef þú vilt styrkja vináttuböndin skaltu muna að góðir vinir geta verið saman bæði í sorg og gleði. Gleymdu hvorki sjálfum þér né þeim sem næst þér standa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Ef þú vilt styrkja vináttuböndin skaltu muna að góðir vinir geta verið saman bæði í sorg og gleði. Gleymdu hvorki sjálfum þér né þeim sem næst þér standa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son