Britney Spears vakti litla lukku á MTV-verðlaununum

Söngkonan Britney Spears kom fram á MTV verðlaunahátiðinni sem fram fór í Palm Springs í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Atriðið var kynnt sem hin langþráða endurkoma söngkonunnar en fjölmiðlar segja það hafa verið heldur dauflegt og að rödd Spears hafi augljóslega verið leikin af segulbandi.

Á fréttavef BBC segir að söngkonan sem fáklædd flutti lagið Gimme More hafi ,,hreyft sig hægt um sviðið meðan hún þóttist syngja”. Þetta var í fyrsta sinn í um þrjú ár sem hún kom fram á stórum viðburði, en hún lagði hljóðnemann tímabundið á hilluna þegar hún giftist dansaranum Kevin Federline.

Britney var ekki tilnefnd til verðlauna en fyrrum unnusto hennar Justin Timberlake var verðlaunaður sem besti karltónlistarmaðurinn. Söngkonan Fergie fékk verðlaun sem besti kventónlistarmaðurinn og söngkonan Rihanna fékk verðlaun fyrir besta lagið, smellinn Umbrella. Dívurnar Beyonce og Shakira fengu svo verðlaun fyrir besta samstarfið.

Hljómsveitin Gym Class Heroes fékk verðlaun sem besta nýja atriðið en Fall Out Boy var valin besta hljómsveitin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir