Jane Wyman látin 93ja ára að aldri

Jane Wyman.
Jane Wyman.

Leikkonan og Óskarsverðlaunahafinn Jane Wyman er látin 93ja ára að aldri. Wyman var einnig þekkt fyrir að vera fyrrum eiginkona Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta.

Wyman andaðist á heimili sínu í Palm Springs í Kaliforníu í dag. Hún lék m.a. í sápuóperunni vinsælu Falcon Crest.

Hún var fjórum sinnum tilnefnd til Óskarsverðlauna en verðlaunin hlaut hún fyrir hlutverk sitt sem heyrnarlaust fórnarlamb nauðgunar í kvikmyndinni Johnny Belinda frá árinu 1948.

Alls giftist hún fimm sinnum og þá á hún fjórar stjörnur á Frægðarstéttinni í Hollywood (e. Hollywood Walk of Fame).

Síðasta stóra hlutverk hennar var í þætti um lækninn Dr. Quinn árið 1993.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir