Elínu Gestsdóttur var á dögunum sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri Fegurðarsamkeppni Íslands, en hún hefur séð um keppnina síðustu 12 árin.
„Já, þetta er rétt. Mér var rétt uppsagnarbréf 31. ágúst síðastliðinn og gert að vinna út þriggja mánaða uppsagnarfrest, sem ég að sjálfsögðu gerði ekki. Ég fór niður eftir á mánudagsmorgun, hirti dótið mitt af skrifstofunni og labbaði út eftir tæplega 18 ára starf fyrir fyrirtækið. Ég hef séð um keppnina í 12 ár en áður var ég í launamálum og öðru fyrir Broadway," segir Elín Gestsdóttir, fyrrum framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland.
Arnar Laufdal Ólafsson, eigandi Ungfrú Ísland, kveðst henni þakklátur fyrir vel unnin störf í gegnum tíðina.
„Þetta er alls ekkert persónulegt gagnvart Elínu og engin illindi mín megin. Hún stóð sig mjög vel í öllu sem hún gerði og á þakkir skildar fyrir vel unnin störf. Ástæðan er einfaldlega skipulagsbreytingar."
Nánar á Orðlaussíðum Blaðsins í dag