Gríðarlegar vinsældir Astrópíu halda áfram

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir í Astrópíu.
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir í Astrópíu.

Íslenska ævintýramyndin Astrópía var vinsælasta myndin í íslenskum kvikmyndahúsum um helgina, þriðju helgina í röð. Það hlýtur að teljast merkilegt í ljósi þess að tvær nýjar myndir voru frumsýndar um helgina, en fleiri fóru þó að sjá Astrópíu en þær tvær.

„Þetta er alveg ótrúlegt og æðislegar fréttir," segir Gunnar B. Guðmundsson, leikstjóri myndarinnar. „Þetta segir okkur að fólk talar vel um myndina og menn drífa sig til þess að sjá hana í bíó. Enda er þessi mynd búin til fyrir bíó, hún er ekki búin til fyrir sjónvarp," segir Gunnar, en bætir þó við að myndin muni vissulega koma út á DVD. Rúmlega 5.000 manns sáu Astrópíu um helgina og alls hafa því yfir 30.000 manns séð myndina frá því hún var frumsýnd. „Astrópía höfðar eiginlega til allra, maður hefur heyrt af fólki yfir áttræðu sem hefur skellt sér á hana og skemmt sér vel, og svo alveg niður í þriggja ára," segir Gunnar. „Þetta er ástæðan fyrir því að maður býr til bíómyndir; því fleiri sem sjá þær, því betra. Það er náttúrlega hræðilegt að gera myndir sem menn sjá ekki."

Öðru sætinu nær bandaríska gamanmyndin Knocked Up, en rúmlega 4.000 manns skelltu sér á hana um helgina. Þá vekur óneitanlega athygli að rétt tæplega 3.000 manns sáu íslensku kvikmyndina Veðramót fyrstu sýningarhelgina, sem hlýtur að teljast minna en búist hafði verið við. Myndin fékk þó mjög góða dóma hér í Morgunblaðinu á laugardaginn og sagði Sæbjörn Valdimarsson gagnrýnandi meðal annars að hún raðaði sér „umsvifalaust í þröngan hóp bestu mynda okkar stuttu kvikmyndasögu."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar