Madonna fer til Ísraels ásamt félögum í kabbalah hreyfingunni

Madonna
Madonna AP

Bandaríska listakonan Madonna ætlar til Ísrael á morgun ásamt nokkrum félögum sem iðka kabbalah trú, sem er nokkurs konar dulspekitrú og tengist gyðingdómi. Gyðingar halda upp á nýárið um þessar mundir.

Er það kabbalah miðstöðin í Tel Aviv sem skipuleggur ferðina en auk Madonnu ætla leikarahjónin Ashton Kutcher og Demi Moore, Rosie O'Donnell og fatahönnuðurinn Donna Karan að sækja Ísrael heim síðar í vikunni.

Madonna hefur verið liðsmaður kabbalah frá árinu 1997 og árið 2004 tók hún upp hebreska nafnið Esther, sama ár og hún fór síðast til Ísrael. Þá lét hún hafa eftir sér að hún væri hræddari við æsiljósmyndara (paparazzi) heldur en sjálfsvígsárásarmenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú skalt ekki vera vonsvikinn þótt eitthvað renni þér úr greipum. Þótt í mörg horn sé að líta skaltu ekki gleyma að sinna þeim sem standa þér næstir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Guðrún frá Lundi
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú skalt ekki vera vonsvikinn þótt eitthvað renni þér úr greipum. Þótt í mörg horn sé að líta skaltu ekki gleyma að sinna þeim sem standa þér næstir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Guðrún frá Lundi