Paris Hilton ræður dýrahirði til starfa

Paris Hilton
Paris Hilton Reuters

Paris Hilton á orðið svo mörg gæludýr að hún hefur ráðið dýrahirði til þess að hugsa um þau. Meðal gæludýra Hilton eru hundar, kettir, merðir, kanínur og apar. Flest dýrin fá að ganga laus um hús stúlkunnar en vegna mikilla anna hjá Hilton þá ákvað hún að fá dýrahirði til starfa á heimilinu.

Í viðtali við tískutímaritið Elle segir Hilton að dýr geri hana hamingjusama og hún elski gæludýrin sín. Þar kemur fram að hún á 11 hunda, þrjá merði, tvær kanínur, tvo apa og þrjá ketti. En merðirnir og aparnir fá ekki líkt og hin dýrin að valsa um húsið heldur geymir hún þá á búgarði sínum. Er hún alsæl með dýrahirðinn, sem hún segir í viðtalinu að elski dýrin alveg jafn mikið og hún. Því viti hún að þau eru í öruggum höndum þegar hún er ekki heima.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir