Richard Hammond sleppur enn með skrekkinn

Richard Hammond.
Richard Hammond. AP

Sjónvarpsmaðurinn Richard Hammond slapp ómeiddur þegar hann ók kappakstursbifreið út af braut á miklum hraða meðan tökur stóðu yfir á sjónvarpsþættinum Top Gear.

Hammond var að taka þátt í sólarhrings-löngum kappastri sem ber heitið Britcar 24 Hour þegar slysið átti sér stað. Auk Hammond tóku þátt félagar hans Jeremy Clarkson og James May auk hins dularfulla ökumanns The Stig, sem reglulega kemur fram í þáttunum.

Bifreiðin sem Hammond ók skemmdist nokkuð, en þó tókst að gera við hana og gat Hammond haldið áfram kappakstrinum nokkru síðar.

Innan við ár er síðan Hammond slasaðist mikið og varð fyrir heilaskemmdum er hann missti stjórn á bifreið sem knúin var þotuhreyfli og var á um 464 kílómetra hraða á klukkustund.

Öryggisfulltrúi á vegum hins opinbera sem gerði skýrslu um slysið gagnrýndi BBC fyrir lélegt öryggiseftirlit og sagði Hammond ekki hafa haft nægilega reynslu til að aka bílnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar