Spears sögð hafa grátið baksviðs

Britney Spears í umtöluðu atriði sínu á MTV verðlaunahátíðinni.
Britney Spears í umtöluðu atriði sínu á MTV verðlaunahátíðinni. AP

Söngkonan Britney Spears er sögð hafa grátið baksviðs eftir mislukkað atriði sitt á MTV verðlaunahátíðinni á sunnudagkvöld. „Britney grét baksviðs. Hún var niðurbrotin. Hún var mjög strekkt á taugum fyrir atriðið og vissi um leið og því var lokið að hún hefði klúðrað því, segir ónefndur heimildarmaður.”

Þá hefur verið greint frá því að hárgreiðslumeistari hennar hafi gengið út eftir að þeim lenti saman við undirbúning atriðisins. Er söngkonan sögð hafa krafist þess að vera ljóshærð en hárgreiðslumeistarinn mun hafa lagst gegn því og viljað að hún væri brúnhærð. Þá er hárgreiðslumeistarinn sagður hafa klippt allar hárlengingarnar sem hún var með eftir að Britney öskraði á hana: “Þetta eru mínir peningar og ég geri það sem ég vil við þá.”

Samstarfsfólk söngkonunnar hefur látið í veðri vaka að rekja megi óstyrka framkomu hennar á sviðinu til þess að hællinn á öðrum skó hennar hafi brotnað er atriðið var að hefjast. Aðrir segja hana hafa geislað á æfingum en frosið er hún kom fram á sviðið.

Enn aðrir segja að svo virðist sem atriðið hafi einfaldlega ekki skipt hana nokkru máli. „Hún var úti að skemmta sér allar nætur og mætti þreytt á æfingar. Það var augljóst að hún nennti ekki að leggja sig fram og að hún vildi ekki vera þarna.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka