Spears sögð hafa grátið baksviðs

Britney Spears í umtöluðu atriði sínu á MTV verðlaunahátíðinni.
Britney Spears í umtöluðu atriði sínu á MTV verðlaunahátíðinni. AP

Söng­kon­an Brit­ney Spe­ars er sögð hafa grátið baksviðs eft­ir mis­lukkað atriði sitt á MTV verðlauna­hátíðinni á sunnu­dag­kvöld. „Brit­ney grét baksviðs. Hún var niður­brot­in. Hún var mjög strekkt á taug­um fyr­ir atriðið og vissi um leið og því var lokið að hún hefði klúðrað því, seg­ir ónefnd­ur heim­ild­armaður.”

Þá hef­ur verið greint frá því að hár­greiðslu­meist­ari henn­ar hafi gengið út eft­ir að þeim lenti sam­an við und­ir­bún­ing atriðis­ins. Er söng­kon­an sögð hafa kraf­ist þess að vera ljós­hærð en hár­greiðslu­meist­ar­inn mun hafa lagst gegn því og viljað að hún væri brún­hærð. Þá er hár­greiðslu­meist­ar­inn sagður hafa klippt all­ar hár­leng­ing­arn­ar sem hún var með eft­ir að Brit­ney öskraði á hana: “Þetta eru mín­ir pen­ing­ar og ég geri það sem ég vil við þá.”

Sam­starfs­fólk söng­kon­unn­ar hef­ur látið í veðri vaka að rekja megi óstyrka fram­komu henn­ar á sviðinu til þess að hæll­inn á öðrum skó henn­ar hafi brotnað er atriðið var að hefjast. Aðrir segja hana hafa geislað á æf­ing­um en frosið er hún kom fram á sviðið.

Enn aðrir segja að svo virðist sem atriðið hafi ein­fald­lega ekki skipt hana nokkru máli. „Hún var úti að skemmta sér all­ar næt­ur og mætti þreytt á æf­ing­ar. Það var aug­ljóst að hún nennti ekki að leggja sig fram og að hún vildi ekki vera þarna.”

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú hefur varið miklum tíma í samræður við vini þína að undanförnu. Fáðu allar upplýsingar frá ástvinum, samstarfsfélögum og viðskiptavinum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú hefur varið miklum tíma í samræður við vini þína að undanförnu. Fáðu allar upplýsingar frá ástvinum, samstarfsfélögum og viðskiptavinum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka