West segir forsvarsmenn MTV hafa misnotað Britney

Britney Spears í umtöluðu atriði sínu á MTV verðlaunahátíðinni.
Britney Spears í umtöluðu atriði sínu á MTV verðlaunahátíðinni. AP

Rapparinn Kanye West hefur gagnrýnt forsvarsmenn MTV verðlaunahátíðarinnar fyrir að misnota söngkonuna Britney Spears. Segir hann þá hafa fengið hana til að koma fram á hátíðinni til að auka áhorf þrátt fyrir að þeir hafi vitað að hún væri ekki tilbúin í það.

„Maður minn, þeir voru bara að bæta áhorfið. Þeir vissu að hún væri ekki tilbúin og misnotuðu hana,” sagði West í viðtali á útvarpsstöðinni Sirius Satellite Radio í gær. „Þeir misnotuðu hana, léku á mig og ég ætla ekki að hafa meira saman við MTV að sælda,” segir hann.

West sagðist einnig ósáttur við aðhafa hvorki fengið að flytja opnunar né lokaatriði hátíðarinnar. Þess í stað var hann fenginn til að koma fram í hliðarsal hátíðarinnar. Söngvarinn Justin Timberlake, sem einnig kom fram í í hliðarsal tók hins vegar einnig þátt í lokaatriði hátíðarinnar með þeim Timbaland og Nelly Furtado og segir West það hafa verið eins og að fá blauta tusku í andlitið. „Það eru þessir hlutir sem skipta máli, þið skiljið hvað ég meina. Ég gerði lag mitt `Stronger,' þannig að það hentaði stórum áhorfendasölum.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir