Kylie aftur á kreik

Kylie Minogue í ham
Kylie Minogue í ham Reuters

Söngkonan lágvaxna Kylie Minogue hefur tilkynnt að hún hyggist gefa út smáskífu þann 5. nóvember nk. sem fengið hefur heitið 2 Hearts. Smáskífan er forsmekkurinn að nýrri breiðskífu söngkonunnar, sem kemur út síðar í sama mánuði. Þetta kemur fram á vef tónlistartímaritsins NME.

Lagið er eftir raftónlistarkvartettinn Kish Mauve, sem sá einnig um að hljóðrita og útsetja lagið.

Síðasta plata söngkonunnar, Body Language, kom út fyrir fjórum árum, á þeirri plötu var m.a. lagið Slow, sem söngkonan Emilíana Torrini samdi ásamt tónlistarmanninum Mr. Dan, og naut mikilla vinsælda.

Kylie barðist svo við brjóstakrabbamein og heyrðist lítið frá henni þar til á síðasta ári þegar hún for að koma aftur fram og kom tónleikaplatan Showgirl Homecoming Live út í kjölfarið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup