Mánuður þar til friðarsúlan verður afhjúpuð

Friðarsúlan var prófuð í Viðey í síðustu viku.
Friðarsúlan var prófuð í Viðey í síðustu viku.

Yoko Ono ætlar að afhjúpa friðarsúlu sína í Viðey þann 9. október á afmælisdegi Johns Lennons en þann dag hefði hann orðið 67 ára hefði hann lifað. Friðarsúlan er sterkt ljós, sem mun lýsa upp úr botni súlunnar.

Segir Ono í tilkynningu, að hún hafi valið súlunni stað á Íslandi vegna þess að landið sýni umhverfinu virðingu. 80% af allri orku í landinu séu framleidd með vatni, ekki olíu og sökum þess séu loftið, vatnið og jörðin ótrúlega hrein. Orkan sem friðarturninn noti sé fengin með vatni.

Botn súlunnar verður fylltur með yfir 100 þúsund óskum sem Ono hefur safnað með listaverki sínu Wish Tree, eða óskatré, sem farið hefur víða um heim. Þar sem verkið var sett upp gafst fólki tækifæri á að hengja ósk sína á tré Ono og seinna gat fólk sent Ono óskir.

Fram kemur í tilkynningunni, að Ono hafi boðið vinum sínum víðsvegar að úr heiminum að taka þátt í athöfninni þegar kveikt verður á friðarsúlunni og fylgja ljósinu úr hlaði með friðaróskum sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir