Engar fyrirsætur undir sextán ára aldri á Tískuviku í Lundúnum

Brasilíska fyrirsætan Ana Carolina Reston lést á síðasta ári úr …
Brasilíska fyrirsætan Ana Carolina Reston lést á síðasta ári úr lystarstoli. Reuters

Fyrirsætur sem eru undir sextán ára aldri fá ekki að sýna á Tískuvikunni í Lundúnum sem hefst á morgun. Jafnframt verða fyrirsætur að leggja fram heilbrigðisvottorð áður en þær koma fram. Þetta eru fyrirmæli frá Tískuráði Bretlands.

Ekki verður skylda að fyrirsætur sem taka þátt í tískuvikunni nái ákveðnum líkamsmassastuðli líkt og sumstaðar hefur verið krafist á tískusýningum.

Líkamsmassastuðull er einn af þremur leiðbeinandi þáttum til að meta hvort einstaklingur er of þungur. Hinir þættirnir eru mittismál og áhættuþættir sjúkdóma og kvilla sem tengjast offitu.

Líkamsmassastuðull er mælikvarði á þyngd eða massa miðað við hæð. Hann er reiknaður með því að deila massa einstaklings í kílóum með líkamshæðinni í metrum í öðru veldi, það er þyngd(kg)/hæð.

Í tilkynningu frá breska tískuráðinu kemur fram að ráðið telji ekki að BMI gefi rétta mynd af heilbrigði fyrirsæta og geti jafnvel hvatt fyrirsætur til þess að hagræða niðurstöðu mælingar.

Bann við að fyrirsætur yngri en 16 ára taki þátt tekur gildi strax en frá september 2008 verður fyrirsætum jafnframt skylt að skila inn heilbrigðisvottorði frá læknum sem eru sérhæfðir í að fylgjast með sjúkdómum sem tengjast mataróreiðu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar