Tískan gerir stöðugt kröfur um nýjungar en óvíst er hvort hugmynd taílensks tískuteiknara slær í gegn. Hann hefur framleitt baðföt úr fiskroði, sem mætti fiskini. Baðfötin eru búin til úr roði tilapiafisks, sem er afar vinsæll matfiskur í Taílandi og er oft borðaður í núðlusúpu. Roðinu er hins vegar oftast hent en í ljós hefur komið að eftir að roðið hefur verið verkað er það bæði vatnsþétt og endingargott og það má nota það til að búa til handtöskur og veski.