Neituðu díl við djöfulinn

Eft­ir Atla Fann­ar Bjarka­son - atli@bla­did.net

„Það tók rosa­lega á fyr­ir okk­ur að segja nei við svona samn­ingi. Samn­ing­ur­inn sit­ur hérna uppi á hillu og ég les hann ann­an hvern dag," seg­ir Jón Björn Árna­son, bassa­leik­ari hljóm­sveit­ar­inn­ar Ourlives.

Sveit­in neitaði ný­verið út­gáfu­samn­ingi við út­gáf­uris­ann Col­umb­ia. Samn­ing­ur­inn hljóðaði upp á fjór­ar breiðskíf­ur og spannaði sjö ár. „Þetta var díll sem við vild­um ekki gera. Við vilj­um eiga okk­ar tónlist aðeins leng­ur í staðinn fyr­ir að byrja á því að henda henni í stór­fyr­ir­tæki og eiga ekki rétt­inn."

Oft er sagt um út­gáf­urisa á borð við Col­umb­ia að lista­menn­irn­ir þurfi að selja þeim sál sína líkt og djöfl­in­um.

„Þetta var rosa­legt fyr­ir lítið band að segja nei við sjö ára samn­ingi við út­gáfu­fyr­ir­tæki," seg­ir Jón Björn, sem vill ekki gera mikið úr mál­inu.

„Við erum ekki að fara lengra en við telj­um okk­ar hafa efni á og öskra eitt­hvað í út­lönd­um. En við sáum bara ekki að við vær­um til­bún­ir í að gera ein­hvern samn­ing upp á sjö ár við fyr­ir­tæki sem myndi eiga okk­ur. Þeir hefðu bara étið okk­ur á ís­lensk­an máta, eins og sviðakjamma. Við vor­um ekki að fíla það. Við vild­um vera eins og hangi­kjöt og bíða aðeins."

Nán­ar í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú ert svo náinn vissum fjölskyldumeðlimi að þú gætir leyst öll hans vandamál. Njóttu ferskleikans til hins ýtrasta og uppgötvaðu þér áður óþekkta hluti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú ert svo náinn vissum fjölskyldumeðlimi að þú gætir leyst öll hans vandamál. Njóttu ferskleikans til hins ýtrasta og uppgötvaðu þér áður óþekkta hluti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason