O.J. Simpson grunaður um aðild að meintu innbroti

The Palace Station hotel & casino í Las Vegas þar …
The Palace Station hotel & casino í Las Vegas þar sem Simpson gerði „skyndiárás.“ AP

O.J. Simpson var yfirheyrður af lögreglu í dag og er grunaður um aðild að meintu innbroti á hótelherbergi í Las Vegas í gærkvöldi. Simpson segist hafa farið inn á herbergið til að sækja hluti sem stolið hefði verið frá sér. Hann neitar að hafa brotist inn í herbergið.

Simpson sagði við AP að uppboðshaldari hafi hringt í sig fyrir skömmu og sagt að safnarar hefðu undir höndum „fullt af dóti sem þú átt, og vilja ekki að neinn viti að þeir eru að selja það.“

Kveðst Simpson hafa verið í Las Vegas í gær til að fara í brúðkaup, og hitt uppboðshaldarann og ákveðið að gera „skyndiárás“ til að endurheimta eigur sínar. Um hafi verið að ræða minjagripi tengda íþróttaferli sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir