Þýsk stjórnvöld hafa ákveðið að heimila að tökur á kvikmyndinni „Valkyrjan" á þeim stað þar sem aðalpersóna myndarinnar var tekin af lífi. Tom Cruise leikur aðalhlutverkið í myndinni sem fjallar um þýska hermanninn Claus von Stauffenberg sem reyndi ásamt hópi herforingja að ráða Adolf Hitler af dögum árið 1944. Leikstjóri myndarinnar er Bryan Singer, sem stýrði The Usual Suspects og Superman Returns.
Tökur á Valkyrjunni hófust í júlí Þjóðverjar voru mótfallnir því að myndin væri tekin upp í Þýskalandi þar sem leikarinn Tom Cruise er af ýmsum lágt skrifaður í Þýskalandi, ekki síst vegna tengsla hans við Vísindakirkjuna.
Þegar tökur hófust á myndinni fékkst ekki heimild fyrir tökum á aftökustaðnum, Bendlerblock, sem telst til varnarmálaráðuneytisins og er nú minnisvarði um þá sem börðust gegn uppgangi nasismans.