Varað við nöktum börnum

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson

jbk@mbl.is

Vefsíðan Imdb.com, vinsælasta og stærsta kvikmyndasíða Netsins, hóf nýverið að flokka kvikmyndir eftir því hvort nakin börn koma fyrir í myndunum. Sænska dagblaðið Aftonbladet vakti athygli á þessu á vefsíðu sinni í gær þegar í ljós kom að nokkrar kvikmyndir sem byggðar eru á sögum eftir barnabókahöfundinn Astrid Lindgren eru flokkaðar með þessum hætti, til dæmis Maddit, Ronja Ræningjadóttir og Börnin í Ólátagarði. Carl Olof Nyman, talsmaður Saltkråkan AB sem gefur út bækur Lindgrens, segist ekki skilja tilganginn með þessari flokkun. "Ég skil ekki til hvers menn vilja flokka kvikmyndir eftir því hvort nakin börn koma fyrir í þeim. Hvað á það að bæta?" spyr Nyman.

Frægar myndir

Á Imdb.com er hægt að fá upplýsingar um flest þau viðfangsefni sem koma fyrir í viðkomandi kvikmynd og er það fyrirkomulag trúlega hugsað fyrir foreldra sem vilja vita hvers konar efni börn þeirra horfa á. Á meðal þessara viðfangsefna eru jafn ólík atriði og fjölskyldan, ofbeldi, vinátta, ljótt orðbragð, ást, kynlíf og lífið, svo fáein dæmi séu nefnd. Nýverið var "child nudity" eða nekt barna bætt við þessi viðfangsefni, og samkvæmt vefsíðunni falla 258 kvikmyndir undir þá skilgreiningu. Þar á meðal eru nokkrar þekktar kvikmyndir, svo sem nýja myndin um Simpsons fjölskylduna, Midnight Cowboy, A Beautiful Mind, Godfather 2 og meira að segja sjónvarpsþættirnir um vinina, Friends.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir