jbk@mbl.is
Vefsíðan Imdb.com, vinsælasta og stærsta kvikmyndasíða Netsins, hóf nýverið að flokka kvikmyndir eftir því hvort nakin börn koma fyrir í myndunum. Sænska dagblaðið Aftonbladet vakti athygli á þessu á vefsíðu sinni í gær þegar í ljós kom að nokkrar kvikmyndir sem byggðar eru á sögum eftir barnabókahöfundinn Astrid Lindgren eru flokkaðar með þessum hætti, til dæmis Maddit, Ronja Ræningjadóttir og Börnin í Ólátagarði. Carl Olof Nyman, talsmaður Saltkråkan AB sem gefur út bækur Lindgrens, segist ekki skilja tilganginn með þessari flokkun. "Ég skil ekki til hvers menn vilja flokka kvikmyndir eftir því hvort nakin börn koma fyrir í þeim. Hvað á það að bæta?" spyr Nyman.