Fimmtán milljónir í þjórfé

Herra Westerberg gaf ríflegt þjórfé á hótelinu sem hann gisti …
Herra Westerberg gaf ríflegt þjórfé á hótelinu sem hann gisti á. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Níutíu og þriggja ára fastagestur á Laholmen Hotell í Strömstad í Svíþjóð gaf starfsfólki hótelsins nærri 15 milljónir íslenskra króna í þjórfé. Matts O. Westerberg gistir á hverju ári í tvær vikur á hótelinu og hefur gert það undanfarin 20 ár og þar sem hann hefur hlotið afburða þjónustu þar, fær alltaf sama herbergið og sama borðið í matsalnum ákvað hann að gefa ríflegt þjórfé.

Þjórféð sem hann gaf er bundið í hlutabréf og á hverju ári mun arðurinn af þeim deilast á milli starfsfólks hótelsins.

Dagens Nyheter skýrði frá því að allt að tvær milljónir gætu deilst niður á starfsfólkið á hverju ári. Einnig er í athugun að umbuna sérstaklega því starfsfólki sem hefur starfað lengi eða þykir hafa staðið sig sérstaklega vel á árinu með greiðslum úr sjóðnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir