Missti út úr sér

Kim Cattrall, Cynthia Nixon, Sarah Jessica Parker og Kristin Davis.
Kim Cattrall, Cynthia Nixon, Sarah Jessica Parker og Kristin Davis. Reuters

Leikkonan Kristin Davis hefur brotið samkomulag um að segja ekki frá söguþræði væntanlegrar kvikmyndar sem verið er að gera eftir sjónvarpsþáttunum Sex and the City, en þar fer hún með hlutverk Charlotte York.

Allir sem koma að myndinni, þar á meðal meðleikkonur Davis; Sarah Jessica Parker, Cynthia Nixon og

Kim Cattrall, hafa allar skrifað undir samning þar sem þær lofa að segja ekki frá neinu um söguþráð myndarinnar fyrr en hún kemur í sýningar.

En í vikunni missti Davis út úr sér: „Ég get ekki sagt frá söguþræðinum, en ég get sagt ykkur að hann hefur eitthvað að gera með New York Post."

Það er talið að í myndinni muni aðalpersónan, pistlahöfundurinn Carrie Bradshaw, fá meira krefjandi starf og þurfi að ráða sér aðstoðarkonu. Starfsferill Bradshaw á að hafa blómstrað síðan þáttaröðunum lauk og hún á að vera svo upptekin á framabraut að hún þurfi á ungri aðstoðarkonu að halda sem mun fara með stórt hlutverk í myndinni. Óskarsverðlaunahafinn Jennifer Hudson mun fara með hlutverk aðstoðarkonunnar, Louise. Tökur á myndinni hefjast í næstu viku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir