Eminem hættur við að hætta

Eminem.
Eminem. Reuters

Bandaríski rapparinn Eminem er hættur við að setjast í helgan stein og hefur nú hafið vinnu við fyrstu hljóðversplötu sína í þrjú ár. Rapparinn hafði áður lýst því yfir að síðasta plata hans, Curtain Call, væri hans síðasta á ferlinum.

Hann segist hins vegar treysta sér til þess að hefja störf að nýju eftir að hafa gengið í gegnum erfiðleika í einkalífinu, en Eminem skildi við eiginkonu sína Kim í annað skipti á síðasta ári.

„Ég er alltaf að vinna og ég er alltaf í hljóðverinu. Mér finnst mjög gott að vera þar þessa dagana þrátt fyrir að á tímabili hafi ég ekki haft nokkra löngun til þess að fara þangað aftur. Ég gekk í gegnum mikla erfiðleika en þeir eru að baki og mér líður vel," sagði Eminem í nýlegu viðtali.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar