O.J Simpson handtekinn

O.J. Simpson.
O.J. Simpson. AP

Fyrrum ruðningskappinn O.J. Simpson var handtekinn í Las Vegas í dag í tengslum við vopnað rán í spilavíti í síðustu viku. Simpson var handtekinn fljótlega eftir klukkan 11 að staðartíma, upp úr kl. 18:00 í kvöld að íslenskum tíma, að sögn talsmanns lögreglunnar í Las Vegas. Ekki eru gefnar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu en blaðamannafundur verður haldinn síðar í kvöld.

Simpson var árið 1995 sýknaður af ákæru fyrir að hafa myrt Nicole Brown Simpson, fyrrverandi eiginkonu sína, og Ronald Goldman, vin hennar. Í einkamáli, sem fjölskyldur Nicole og Ronalds höfðuðu, var Simpson hins vegar talinn ábyrgur fyrir dauða þeirra og dæmdur til að greiða 16 milljónir dala í bætur. Hann hefur hins vegar aldrei greitt krónu af þeirri upphæð.

Umdeild bók, sem Simpson skrifaði og heitir „Ef ég gerði það", kom út í gær. Þar útlistar hann hvernig hann hefði farið að við að myrða eiginkonu sína og unnusta hennar, ef hann hefði gert það.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir