O.J Simpson handtekinn

O.J. Simpson.
O.J. Simpson. AP

Fyrr­um ruðning­skapp­inn O.J. Simp­son var hand­tek­inn í Las Vegas í dag í tengsl­um við vopnað rán í spila­víti í síðustu viku. Simp­son var hand­tek­inn fljót­lega eft­ir klukk­an 11 að staðar­tíma, upp úr kl. 18:00 í kvöld að ís­lensk­um tíma, að sögn tals­manns lög­regl­unn­ar í Las Vegas. Ekki eru gefn­ar frek­ari upp­lýs­ing­ar um málið að svo stöddu en blaðamanna­fund­ur verður hald­inn síðar í kvöld.

Simp­son var árið 1995 sýknaður af ákæru fyr­ir að hafa myrt Nicole Brown Simp­son, fyrr­ver­andi eig­in­konu sína, og Ronald Goldm­an, vin henn­ar. Í einka­máli, sem fjöl­skyld­ur Nicole og Ronalds höfðuðu, var Simp­son hins veg­ar tal­inn ábyrg­ur fyr­ir dauða þeirra og dæmd­ur til að greiða 16 millj­ón­ir dala í bæt­ur. Hann hef­ur hins veg­ar aldrei greitt krónu af þeirri upp­hæð.

Um­deild bók, sem Simp­son skrifaði og heit­ir „Ef ég gerði það", kom út í gær. Þar út­list­ar hann hvernig hann hefði farið að við að myrða eig­in­konu sína og unn­usta henn­ar, ef hann hefði gert það.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Tækifæri dagsins eru ekki sérlega girnileg, eiginlega sjúskuð. Meiri tími út af fyrir þig er forsenda þín fyrir hamingju í sambandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Tækifæri dagsins eru ekki sérlega girnileg, eiginlega sjúskuð. Meiri tími út af fyrir þig er forsenda þín fyrir hamingju í sambandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir