Britney og Kevin fyrir dómara í dag

Britney og Federline fyrir þremur árum.
Britney og Federline fyrir þremur árum. Reuters

Bandaríska söngkonan Britney Spears og fyrrum eiginmaður hennar Kevin Federline munu koma fyrir dómara í dag vegna forræðisdeilu þeirra vegna sona þeirra tveggja Sean Preston og Jayden James. Er Federline sagður hafa lagt framvitnisburð í málinu talið er að geti skaðað mjög málstað Britney.

Ekki er greint frá því í málsskjölum hvert vitnið er en þar kemur þó fram að um sé að ræða mann sem hafi haldgóðar upplýsingar um hegðum Spears í viðurvist barna sinna.

Gloria Allred, lögfræðingur Federline, segir að ekki sé um þekktan einstakling að ræða en að margir muni þó þekkja hann í sjón. Þá segir hún umræddan einstakling einungis hafa velferða barnanna að leiðarljósi.

Kevin hefur farið fram á að fá 70% forræði yfir drengjunum og er Spears sögð óttast að úrskurður muni falla honum í vil. Þá er hún sögð reiðubúin til að borga Federline dágóða upphæð til að hún fái að halda forræðinu. „Hún er umhyggjusöm og hlý móðir þrátt fyrir villtan lífsstíl. Börnin skipta hana öllum máli,” segir ónefndur vinur hennar. „Hún er hins vegar að gera sér grein fyrir því að haldi þróunin áfram í þá átt sem hún hefur verið að undanförnu muni hún missa börnin. Hún hefur ekki trú á því að hún muni fá fullt forræði og hefur því ákveðið að reyna að komast að samkomulagi við Kevin um að hún fari að mestu áfram með forræði drengjanna."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir