Hætt við vegna Madeleine

Ben Affleck
Ben Affleck Reuters

Sýningu á frumraun Bens Afflecks á leikstjórnarsviðinu hefur verið frestað um óákveðinn tíma sökum þess að söguþráðurinn minnir um of á hvarf hinnar fjögurra ára Madeleine McCann.

Myndin, sem nefnist Gone Baby Gone, er byggð á samnefndri sögu Dennis Lehanes frá árinu 1998. Þar er sögð saga tveggja rannsóknarlögreglumanna sem fá til rannsóknar hvarf lítillar stúlku. Þeir Casey Affleck (bróðir Bens) og Morgan Freeman fóru með hlutverk lögreglumannana.

Myndin, sem var tekin upp í fyrra, skartar barnungri Madeline O'Brien í aðalhlutverki en auk þess að bera næstum sama skírnarnafn þykir hún sláandi lík McCann í útliti.

Af virðingu við aðstandendur McCann hefur framleiðslufyrirtækið Buena Vista International ákveðið að hætt verði við að sýna myndina, að minnsta kosti í bili.

Gone Baby Gone átti að verða frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í London í næsta mánuði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar