Madonna sögð fullkomin fósturmóðir

Madonna ásamt Lourdes dóttur sinni og David Banda.
Madonna ásamt Lourdes dóttur sinni og David Banda. Reuters

Fulltrúi barnaverndaryfirvalda í Malaví sem sendur var til London til að meta aðstæður á heimili söngkonunnar Madonnu og kvikmyndaleikstjórans Guy Ritchie, segir að söngkonan sé fullkomin móðir og að þau muni því fá aðhalda fóstursyni sínum David Banda.

Fulltrúinn, Simon Chisale, tekur sérstaklega fram að hann hafi hrifist af því að Madonna og tíu ára dóttir hennar Lourdes hafi lagt sig fram um að læra grundvallaratriðin í móðurmáli drengsins Chichewa.

"Þegar ég kom þangað var David að spila borðspil við Rocco. Madonna sagði mér að hann kynni nokkur orð í Chichewa og sýndi mér ferðamannabækur sem þau eiga um Malaví. Hún sagði mér að þau ættu vini frá Malaví sem komi í heimsókn og kenni fjölskyldunni Chichewa. Þá hefur barnabók hennar “Ensku rósirnar” verið þýdd á Chichewa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir