Örninn flýgur um allan heim

Jens Albinus í hlutverki Hallgríms Arnar.
Jens Albinus í hlutverki Hallgríms Arnar.

Danska sjónvarpsþáttaröðin Örninn, sem fjallar um hálfíslenskan lögreglumann, Hallgrím Örn Hallgrímsson, hefur verið seldur víða um lönd og er að verða víðförlasta sjónvarpsefni, sem danska ríkisútvarpið hefur framleitt.

Þættirnir hafa verið sýndir á Norðurlöndunum, þar á meðal hér á landi, og hafa einnig verið seldir til Ástralíu, Kanada og Frakklands, Austurríkis, Lúxemborgar, Belgíu og Hollands og mörg lönd í austurhluta Evrópu hafa lýst áhuga á að sýna þættina, að sögn Jyllands-Posten.

Örninn vakti mikla athygli á frönsku sjónvarpshátíðinni, sem nú er nýlokið í La Rochelle. Verða þættirnir brátt sýndir í frönsku sjónvarpsstöðinni TF4.

Örninn var valin besta alþjóðlega sjónvarpsþáttaröðin þegar alþjóðlegu Emmyverðlaunin voru veitt árið 2005.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar