Salernið varð að vinsælum ferðamannastað

Öldungadeildarþingmaðurinn Larry Craig
Öldungadeildarþingmaðurinn Larry Craig AP

Salernið á flugvellinum í Minneapolis, þar sem bandaríski þingmaðurinn Larry Craig var handtekinn fyrir að reyna að fá annan karlmann til við sig, er nú farið að laða til sín ferðamenn. „Fólk er að taka myndir þarna,” sagði Karen Evans upplýsingafulltrúi flugvallarins.

Craig var handtekinn þann 11. júní af óeinkennisklæddum lögreglumanni og neyddist til að segja af sér í kjölfarið. Nú virðast ferðamenn sem eiga leið um flugvöllinn ekki geta staðist mátið og smellt af myndum af salerninu.

„Við urðum að stoppa og skoða baðherbergið," sagði Sally Westby, sem býr í Minneapolis, en hún var á leið til Gvatemala ásamt Jon, manni sínum. „Þetta er í annað skiptið sem Jon sér salernið - hann var hér líka í síðustu viku."

Royal Zino, sem burstar skó á ganginum við salernið," segir að ástandið hafi verið einkennilegt að undanförnu. „Fólk hefur farið inn og tekið myndir og einnig tekið myndir fyrir utan."

Craig sem hefur sagt í ræðu og riti að hann sé andsnúinn auknum réttindum fyrir samkynhneigða er giftur og þriggja barna faðir. Hann heldur því staðfastlega fram að hann sé ekki samkynhneigður.

Icelandair flýgur sex sinnum í viku til Minneapolis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup