Goldman-fjölskyldan krefst minjagripa Simpsons

O.J. Simpson.
O.J. Simpson. Reuters

Fjölskylda Ron Goldman, sem myrtur var ásamt fyrrum eiginkonu O.J. Simpson árið 1994, berst nú fyrir því að fá minjagripi úr eigu Simpsons, upp í skaðabótagreiðslur sem Simpson var dæmdur til að greiða fjölskyldunni vegna morðsins á Goldman árið 1994.

Simpson situr nú í gæsluvarðhaldi sakaður um tilraun til vopnaðs ráns en hann segir atvikið hafa átt sér stað er hann reyndi að endurheimta verðmæta minjagripi sem stolið hafði verið frá honum. Simpson var sýknaður af morðákæru vegna morðanna á Nicole Brown Simpson og Ron Goldman árið 1995 en fundinn ábyrgur í einkamáli sem fjölskyldur þeirra höfðuðu gegn honum og gert að greiða þeim skaðabætur. Fjölskyldurnar hafa hins vegar einungis fengið lítinn hluta þeirrar fjárhæðar sem Simpson var dæmdur til að greiða þeim og ber hann því við að hann eigi engin verðmæti.

David Cook, lögmaður Fred Goldman föður Ron, segist telja að yfirvöld í Nevada muni verða við kröfu fjölskyldunnar um að þau fái umrædda minjagripi í hendur eftir að mál Simpsons hefur verið til lykta leitt. Á meðal þeirra gripa sem um ræðir er Hall of Fame- skírteini Simpsons, Rolex gullúr og jakkafötin sem hann var í er hann var sýknaður í morðmálinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson