Ókindin sýnd í Laugardalslaug

Banda­ríska bíó­mynd­in Ókind­in, sem fjall­ar um stór­an hvít­há­karl sem ógn­ar íbú­um og ferðamönn­um á banda­rískri baðströnd, verður sýnd í Laug­ar­dals­laug­inni í lok mánaðar­ins í tengsl­um við alþjóðlega kvik­mynda­hátíð í Reykja­vík.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá kvik­mynda­hátíðinni verður sýn­ing­ar­tjaldi komið fyr­ir ofan í sund­laug­inni og mynd­inni verður varpað þangað. Þá verði sér­stöku hljóðkerfi, sem varp­ar hljóði und­ir yf­ir­borði vatns­ins, einnig komið fyr­ir. Því verði ein­ung­is hægt að sjá og heyra í því sem fram fer með því að kafa und­ir vatns­yf­ir­borðið.

Sund­bíóið hefst klukk­an 19 þann 29. sept­em­ber með klukku­stund­ar­langri dag­skrá með blönduðu efni, þ.á.m. stutt­mynd­um við hæfi barna. Stutt­mynd­irn­ar eru þær sömu og verða sýnd­ar á skjá­um víða um bæ­inn meðan á hátíðinni stend­ur, m.a. í úti­bú­um Lands­bank­ans, bóka­búðum Máls og menn­ing­ar, hár­greiðslu­stof­unni Centr­um og víðar.

Klukk­an 20 hefst sýn­ing Ókind­ar­inn­ar, sem Steven Spiel­berg gerði árið 1975. Seg­ir í til­kynn­ingu frá Alþjóðlegu kvik­mynda­hátíðinni í Reykja­vík, að ef upp­lif­un­in verði of raun­veru­leg sé alltaf hægt að flýja upp á bakk­ann og horfa á mynd­ina í ör­uggri fjar­lægð því henni verði einnig varpað á venju­legt tjald með hefðbundnu hljóðkerfi fyr­ir þá áhorf­end­ur sem líður best á þurru landi.

Sund­bíóið er haldið í sam­vinnu við Hitt húsið og Íþrótta- og tóm­stundaráð Reykja­vík­ur.

Vef­ur kvik­mynda­hátíðar­inn­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Nýlegar rannsóknir sýna að vinamargt fólk lifir lengur en fólk sem á fáa vini. Ekki óttast því þú hefur alla burði til þess að leysa málin sem fyrir liggja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Nýlegar rannsóknir sýna að vinamargt fólk lifir lengur en fólk sem á fáa vini. Ekki óttast því þú hefur alla burði til þess að leysa málin sem fyrir liggja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son