Sú óvenjulega staða er komin upp á íslenska bíólistanum þessa vikuna að tvö efstu sætin eru skipuð íslenskum myndum.
Astrópía heldur vinsældum sínum og situr í efsta sæti tekjulistans fjórðu vikuna í röð.
Það verður að teljast góður árangur að hafa betur í samkeppni við kempur á borð við Jason Bourne (Bourne Ultimatum) og kvenmansklæddan John Travolta (Hairspray).
Rúmlega 35 þúsund manns hafa þegar séð myndina á þeim mánuði sem hún hefur verið sýnd svo nú má aðsóknarmet Mýrarinnar fara að vara sig – svona bráðum.
Fyrrnefndur Travolta og félagar hans í söng- og dansmyndinni Hairspray komu sér svo fyrir í þriðja sæti tekjulista íslensku kvikmyndahúsanna.
Þessi hressa mynd er byggð á samnefndum söngleik, sem er svo aftur byggður á samnefndri bíómynd frá árinu 1988. Spurning hvort ráðist verði í söngleikjauppfærslu á þessari mynd í framhaldinu til að halda hringrásinni gangandi...
Nýjar myndir komu sér svo fyrir í fimmta, sjöunda og níunda sæti listans, þær Mr. Brooks, Bratz - The Movie og Vacancy.