Tekjuhæstu myndirnar í kvikmyndahúsum: Hin ósigrandi Astrópía heldur velli

Sú óvenjulega staða er komin upp á íslenska bíólistanum þessa vikuna að tvö efstu sætin eru skipuð íslenskum myndum.

Astrópía heldur vinsældum sínum og situr í efsta sæti tekjulistans fjórðu vikuna í röð.

Það verður að teljast góður árangur að hafa betur í samkeppni við kempur á borð við Jason Bourne (Bourne Ultimatum) og kvenmansklæddan John Travolta (Hairspray).

Rúmlega 35 þúsund manns hafa þegar séð myndina á þeim mánuði sem hún hefur verið sýnd svo nú má aðsóknarmet Mýrarinnar fara að vara sig – svona bráðum.

Mynd verður söngleikur verður mynd...

Aðstandendur Veðramóta geta einnig unað vel við sitt og hafa það huggulegt í öðru sæti tekjulistans. Alls hafa tæplega sjö þúsund manns lagt leið sína á þessa mynd Guðnýjar Halldórsdóttur í þær tvær vikur sem hún hefur verið sýnd og ekki ólíklegt að talan eigi eftir að hækka enda hefur myndin fengið góða dóma og umtal víðast hvar.

Fyrrnefndur Travolta og félagar hans í söng- og dansmyndinni Hairspray komu sér svo fyrir í þriðja sæti tekjulista íslensku kvikmyndahúsanna.

Þessi hressa mynd er byggð á samnefndum söngleik, sem er svo aftur byggður á samnefndri bíómynd frá árinu 1988. Spurning hvort ráðist verði í söngleikjauppfærslu á þessari mynd í framhaldinu til að halda hringrásinni gangandi...

Nýjar myndir komu sér svo fyrir í fimmta, sjöunda og níunda sæti listans, þær Mr. Brooks, Bratz - The Movie og Vacancy.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir