Britney gert að gangast undir lyfjapróf

Dómari í forræðismáli bandarísku söngkonunnar Britney Spears og Kevins Federline, fyrrum eiginmanns hennar, hefur fyrirskipað að Spears gangist tvisvar í viku undir lyfjapróf og það verði tilviljunum háð hvaða daga og á hvaða tíma dags prófin verði gerð.

Dómsskjöl sýna, að dómarinn, Scott Gordon, sagði að samkvæmt göngum sem lögð voru fram í lokuðu réttarhaldi noti Spears áfengi og lyf reglulega og oft. Dómarinn gerði hins vegar engar breytingar á núverandi forræði en þau Spears og Federline eru með sameiginlegt forræði yfir sonum sínum Sean Preston, 2 ára, og Jayden James, eins árs. Auk þess að gangast undir lyfjapróf þarf Britney að hitta sálfræðing að minnsta kosti einu sinni í viku.

Í gær kom fram að fyrrum lífvörður Britney hafði lagt skriflega yfirlýsingu fyrir réttinn þar sem fram koma ásakanir um lyfjaneyslu og að söngkonan hafi verið nakin innan um annað fólk og þetta kunni að hafa áhrif á velferð sona hennar.

Federline vill fá aukið forræði eða allt að 70% yfir sonunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir