Leikkonan Nicole Kidman og eiginmaður hennar Keith Urban hafa auglýst hús sitt í Nashville til sölu á 2,5 milljónir dala. Eru þau að leita að nýju húsi í staðinn á svipuðum slóðum.
Vinur hjónanna segir í samtali við dagblaðið New York Daily News að þar sem Urban hafi átt húsið séu þau væntanlega að leita að húsi sem þau eiga saman.
Umrætt hús er 650 fm að stærð og er meðal annars heilsuræktaraðstaða, sundlaug og fimm baðherbergi í húsinu.
Auk hússins í Nashville þá eiga þau hús í Ástralíu og New York en þau eru einnig að leita að húsi í Los Angeles svo börn Kidman geti verið nær föður sínum, Tom Cruise.