Sveppi skemmtir börnunum á Stöð 2 í vetur

Sveppi lék Kalla á þakinu í samnefndu leikriti
Sveppi lék Kalla á þakinu í samnefndu leikriti mbl.is/Golli
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur - hilduredda@bladid.net

Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, ætlar að skemmta börnum á sjónvarpsskjánum á laugardags og sunnudagsmorgnum í vetur. Ný barnaþáttaröð hans, Algjör Sveppi, verður tekin til sýninga á Stöð 2 þann 29. september.

„Við erum búin að gera 20 þætti núna og tökunum á þeim er lokið. Við tókum þetta í rosalegri törn; tókum bara geðveikina á þetta í eina viku og unnum myrkranna á milli," segir Sveppi.

„Þessir þættir verða sýndir einn af öðrum og svo ræðst bara af viðtökunum í þjóðfélaginu hvort fleiri þættir verða gerðir eða ekki. Ég hlakka mikið til að sjá hvernig þeim verður tekið."

Nánar í Blaðinu í dag

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar