Tyrkir stunda kynlíf með fleira fólki en aðrar þjóðir

Smokkar á boðstólum.
Smokkar á boðstólum. Reuters

Í kynlífskönnun sem gerð var 2005 kemur í ljós að Tyrkir eiga metið í fjölda kynlífsmaka um ævina að meðaltali eða 14,5 manns. Íslendingar eru í fjórða sæti með 13,0 næst á eftir Nýja Sjálandi (13,2) og Ástralíu (13.3). Hins vegar eru Íslendingar í 10. sæti þjóðanna á listanum yfir hversu oft við gerum það eða 119 sinnum á ári (2,4 sinnum í viku).

Þar eru Frakkar í efsta sæti því þeir hafa kynmök 137 sinnum á ári (2,8 sinnum í viku) en Grikkir eru í öðru sæti.

Íslendingar eru í neðsta sæti á einum listanum í þessari könnun, við erum að meðaltali yngst þegar við höfum okkar fyrstu kynmök eða 15,6 ára, næstir koma Þjóðverjar sem eru 15,9 ára.

Elstir eru Indverjar sem eru 19,8 ára en meðaltal þeirra 41 þjóða sem tóku þátt er 17,3 ára.

Könnunin var gerð 2005 af Durex smokkaframleiðandanum. 317 þúsund manns í 41 landi tóku þátt í gegnum netið.

Ekki er hægt að segja að þessi könnun sé mjög vísindaleg en hún gefur kannski nokkra vísbendingu um hvernig þessum málum er háttað víða um heim.

Til dæmis er erfitt að kanna nákvæmlega hversu marga kynlífsmaka fólk eignast um ævina fyrr en skömmu fyrir andlát þess.

Kynlífskönnun Durex

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir